Gisting á Hótel Hallormsstað fyrir tvo með 3ja rétta kvöldverð og fordrykk, morgunmat og aðgang að Lindinni Spa










Nánari Lýsing
Frábært tilboð í gistingu í eina nótt í Superior herbergi, 3ja rétta matseðil með fordrykk og aðgang að Lindinni Spa í hjarta Hallormsstaðaskógar. Hótelið opnar dyr sínar 10. maí fyrir gestum sínum og tilboðið gildir frá þeim tíma fram til 30 september. Ekki er þó hægt að nýta gjafabréfið frá 15 júní til 20 ágúst.
3ja rétta matseðillinn er árstíðabundin og samanstendur af forrétti, aðalrétti og eftirrétti sem tekur mið af besta fáanlega hráefni hverju sinni.
Hótel Hallormsstaður
Hótel Hallormsstaður býður upp á 10 superior herbergi sem eru nýtískuleg og notaleg með stóru hjónarúmi (queen size). Herbergjunum fylgir einstakt útsýni yfir Hallormsstaðaskóg og Lagarfljótið. Aðgangur að Lindin Spa er innifalinn ásamt baðslopp og inniskóm. Herbergið státar þar að auki af Nespresso kaffivél með tveimur bragðtegundum af kaffi. 7 herbergi af 10 hafa aðgengi að fallegri verönd. Öll herbergin eru reyklaus.
Austurland
Hótel Hallormsstaður er eitt glæsilegasta hótel á Austurlandi, þekkt fyrir fagmennsku og framúrskarandi gæði í mat og þjónustu. Á hótelinu eru tveir veitingastaðir, fundar og ráðstefnusalir, veislusalir, heitur pottur bæði úti og inni, spa, nuddstofa og æfingasalur. Staðsetning hótelsins er einnig fullkomin til þess að fá að njóta og upplifa allt sem Austurland hefur upp á að bjóða.
Smáa Letrið
- -Hótel Hallormsstaður er opið frá 15 maí til 30 september.
- -Tilboðið er ekki hægt að nýta frá 15 júní til 20 ágúst.
- -Innritun er kl 15:00 og brottför er kl 11:00.
- -Morgunverðarhlaðborð er á mill 08:00 og 10:00.
- -Til að bóka er best að senda tölvupóst í [email protected]
- -Afbókun þarf að berast innan 48 tíma fyrir komu.
- -Gildir fyrir tvo
Gildistími: 15.05.2022 - 30.09.2022
Söluaðili
Vinsælt í dag