Höfundar: Bernd Ogrodnik, Kristín María Ingimarsdóttir
Jón og Freyja eru nýgift og elska hvort annað af öllu hjarta. Jón er duglegur og vinnur frá morgni til kvölds en Freyju finnst best að kúra inni í bæ og gera sem minnst. Þegar gömul kona býðst til þess að vinna fyrir hana ull í vaðmál verður hún himinsæl en seinna renna á hana tvær grímur. Sem betur fer man Jón alltaf eftir því að gefa krumma og krummi launar greiðann vel.
Sagan um Gilitrutt birtist fyrst í Þjóðsögum Jóns Árnasonar og hefur sjálfsagt gengið mann fram af manni síðan Ísland byggðist. Þessi gerð sögunnar byggir á vinsælli brúðusýningu eftir Bernd Ogrodnik sem notið hefur mikilla vinsælda og fékk Grímuverðlaunin sem besta barnasýningin árið 2011. Myndvinnslu annaðist Kristín María Ingimarsdóttir.