Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Irène Némirovsky

Frönsk svíta gerist á átakatímum í Frakklandi og lýsir því mikla umróti sem varð eftir innrás Þjóðverja sumarið 1940. Öll þjóðin þarf að kljást við upplausnarástand: Elskhugar láta ástkonur sínar lönd og leið, broddborgarar neyðast til að umgangast lágstéttarfólk, særðir og dauðvona eru skildir eftir á bóndabæjum. Smátt og smátt sölsar óvinaherinn undir sig landið. Hernámið fyllir fólk gremju og margt sem áður kraumaði undir niðri kemur upp á yfirborðið…

Frönsk svíta er mögnuð og ljúfsár lýsing á þróuðu samfélagi í upplausn og og hvernig lágkúra fólks og göfuglyndi afhjúpast við þær aðstæður, óháð stétt og stöðu. Bókin er af mörgum talin meistaraverk enda hefur hún verið þýdd á um fjörtíu tungumál, hefur notið gríðarlegra vinsælda um heim allan og víða orðið metsölubók.

Höfundur bókarinnar, hin franska Irène Némirovsky, hugðist skrifa framhald eftir því hvernig stríðið þróaðist en var sjálf handtekin af nasistum og lést í Auschwitz árið 1942. Handritið að Franskri svítu komst ekki í hendur útgefanda fyrr en rúmum sextíu árum síðar, eða árið 2004. Dætur Irène varðveittu handritið allan þennan tíma en þær björguðu því naumlega á sínum tíma á flótta undan nasistum.

Friðrik Rafnsson þýddi.
1.140 kr.
Afhending