Vikuferð til Tenerife með morgunverði, brottför 12. mars!

Val um þrjú hótel: Gara Suites, Alexandre Hotel Gala eða Hotel Cleopatra Palace. Morgunverður innifalinn

Nánari Lýsing

Tenerife hefur verið vinsælasti áfangastaður Íslendinga árum saman og ekki að furða, þar sem hér er að finna eitt besta loftslag í heimi, í aðeins 5 tíma fjarlægð frá Íslandi. Fallegar strendur, skemmtileg menning, einstök matargerð og líflegt mannlíf einkennir þessa huggulegu eyju sem ferðamenn heimsækja aftur og aftur.

Gara Suites
Staðsett við golfvöllinn á Playa de las Americas. Um 15 mínútna gangur er í miðbæinn. Hótelið var tekið í gegn árið 2019. Hótelgarðurinn er huggulegur í ljósum litum. Í garðinum eru 2 sundlaugar, góð sólbaðsaðstaða og lítil sundlaug fyrir börnin.

Alexandre Hotel Gala
Fjölskylduvænt hótel sem staðsett er í aðeins 100 metra fjarlægð frá næstu strönd. Fjölbreytt veitingahús, barir, verslanir og skemmtistaðir eru í næsta nágrenni. Herbergin eru loftkæld með þráðlausu neti, sjónvarpi, síma, hárþurrku, öryggishólfi (gegn gjaldi) og smábar (gegn gjaldi). Club Alexandre herbergin eru með sjávarsýn, dagpassa í heilsulindina, sloppa, inniskó og Nespresso kaffivél. Hótelið býður upp á frábært sundlaugarsvæði með tveimur stórum útisundlaugum og barnasundlaug ásamt stórri sólarverönd með sólstólum og sólhlífum, snakkbar er í garðinum.

Hotel Cleopatra Palace
Cleopatra er staðsett gegnt El Camisón-ströndinni, á suðurhluta Tenerife. Boðið er upp á heilsulind og útisundlaug með stórri sólarverönd, umkringdre glæsilegum rómverskum súlum og marmarastyttum af guðum. Hvert herbergi á Hotel Cleopatra er með marmarabaðherbergi og opnast út á svalir eða verönd. Þau eru einnig með ókeypis WiFi, gervihnattasjónvarp og minibar. Gestir geta valið úr úrvali af veitingastöðum og snarlbörum á Cleopatra Palace Hotel. Marco Antonio-snarlbarinn býður upp á náttúrulega safa og salöt. Það er einnig til staðar íþróttabar. Hótelið er hluti af Mare Nostrum Resort, sem innifelur íþróttaaðstöðu og barnaleiksvæði. Safari-verslunarmiðstöðin, með fullt af verslunum og veitingastöðum, er í 3 mínútna göngufjarlægð.

  5 tilboð seld
Fullt verð
106.700 kr.
Þú sparar
20.000 kr.
Afsláttur
19 %
Smáa Letrið
  • Brottför 12. mars 2025
  • Heimkoma 19. mars 2025
  • Þú kaupir tilboðið hér á Aha.is
  • Því næst hefur þú samband við Aventura ferðaskrifstofu í síma 556.2000 eða sala@aventura.is og staðfestir bókun.
  • Verð á mann er 86.700 kr. fyrir Gara suites,
  • Verð á mann er 120.200 kr. fyrir Alexandre Hotel Gala,
  • Verð á mann er 134.700 kr. fyrir Cleopatra Palace,
  • Verð miðast við tvö í herbergi

Gildistími: 31.01.2025 - 12.03.2025

Notist hjá
Aventura, Sundagörðum 2, 104 Reykjavík, Sími: 5562000

Vinsælt í dag