Höfundar: Árni Þórarinsson, Páll Kristinn Pálsson

Þegar Arnar Sigurðsson leigubílstjóri tekur upp Sigurbjörn Hjálmarsson forstjóra í miðbæ Reykjavíkur á ísköldum nýársdegi hefst undarlegt ferðalag sem er þó ekki án fyrirheita. Báðir hyggja þeir á betra líf á nýju ári, hvor með sínum hætti. Hvorugan órar fyrir hvernig ferðin endar. Hvorugur gerir sér grein fyrir hvert fargjaldið verður.

Það sem í upphafi sýnist léttgeggjuð og tilviljunarkennd skemmtiferð reynist þegar upp er staðið hatrammt uppgjör við fortíð og nútíð þar sem einskis er látið ófreistað í baráttu fyrir nýrri og betri framtíð. Þá hefst annað ferðalag um ókortlagða og óhugnanlega refilstigu mannlegrar breytni og breyskleika.

„En getur einhver breytt lífi sínu?
Byrjað það aftur?
Gefið spilin upp á nýtt?“

Farþeginn er skemmtileg og hraðfleyg spennusaga sem sleppir ekki hendi af lesanda fyrr en hún er öll. Farþeginn er önnur spennusagan sem Árni Þórarinsson og Páll Kristinn Pálsson skrifa saman. Sú fyrri var Í upphafi var morðið sem hlaut frábærar viðtökur.  Síðasta spennusaga Árna Þórarinssonar, Tími nornarinnar, kom út 2005 og náði metsölu og var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna.

800

Farþeginn

  • 0 reviews
    Engar umsagnir
    0 5 0
  • 35mín.
  • 15mín.

Valmöguleikar

* Verður að fylla út

800 kr
Um Forlagið
Forlagið
Forlagið Fiskislóð 39, 101 Reykjavík
Skáldverk, barna- og unglingabækur, kennslubækur, ævisögur og margt fleira frá stærstu bókaútgáfu landsins.

Skrifaðu þína umsögn

Einkunn

Karfan þín

Augnablik...

Augnablik