Spurningar og svör

Hvað er Aha.is?

Aha.is er heimasíða sem býður upp á frábær tilboð á vörum og þjónustu í á hverjum degi. Á síðunni er einnig að finna Verslun aha.is sem er almenn netverslun með breitt vöruúrval. Hjá Aha.is er einnig hægt að panta mat frá fjölmörgum veitingastöðum, sækja sjálfur eða fá heimsent. Markmið okkar, á öllum vígstöðvum, er að bjóða góð verð og frábæra þjónustu. 

 

Þarf ég að skrá inn hóp af fólki til að virkja hvert tilboð?

Nei – en, þú munt sennilega vilja bjóða vinum þínum engu að síður, því það er gaman að nota Aha.is með vinum sínum og vinkonum.

 

Mér líst vel á tilboð dagsins - hvernig tek ég þátt?

Þá smellirðu bara á "kaupa" áður en tilboðið rennur út. Ef lágmarks fjöldi fólks tekur tilboðinu skuldfærum við kort þitt og sendum þér staðfestingu til að prenta út. Einnig er hægt að greiða með millifærslu en þá þarf að gæta þess að millifæra í tæka tíð til að taka þátt. 

 

Hvað gerist ef ekki næst lágmarksfjöldi kaupanda?

Ef lágmarksfjöldi næst ekki fellur tilboðið sjálfkrafa niður og verður endurgreitt .... svo það er um að gera að bjóða öllum vinum og vinkonum að vera með til að tryggja að tilboðið standi.  Kredit/debetkort eru ekki skuldfærð fyrr en lágmarksfjöldi hefur náð tilboðinu. Ef þú hefur þegar millifært á aha.is og tilboð nær ekki lágmarksfjölda þarftu að senda okkur tölvupóst á aha@aha.is með upplýsingum um bankanúmer og kennitölu og við endurgreiðum um hæl. 

 

Þarf ég að nota tilboðið samdægurs?

Nei - Gildistími tilboðs er alltaf tekinn fram í smáa letrinu. Hann er mjög mislangur svo þú skalt passa vel upp á að nýta tilboðið áður en það rennur út. Ath. að þegar þú pantar heimsendingu á mat af veitingasíðunni er hann heimsendur eins fljótt og mögulegt er nema þú óskir eftir öðrum afhendingartíma við pöntun. 

 

Ég keypti tilboð dagsins - hvernig nota ég það?

Þegar búið er að greiða fyrir tilboðið og það hefur tekið gildi fá þátttakendur tölvupóst með staðfestingu sem inniheldur inneignarnúmer og upplýsingar um hvert skal sækja vöruna/þjónustuna. Miðann prentar þú út og tekur með þér sem greiðslu fyrir vöruna eða þjónustuna sem í boði er. Passaðu að oft þarf að panta tíma eða borð, t.d ef um er að ræða snyrtingu eða mat á veitingastað. Það er gert með því að hafa samband við viðkomandi söluaðila - símanúmer er tekið fram á inneignarmiðanum. 

 

Get ég keypt tilboðið og gefið sem gjöf til einhvers annars?

Já. Nema “smáa letrið” taki sérstaklega fram eitthvað annað. Í mörgun tilfellum er hægt að hafa samband við söluaðila og biðja um að útbúið sé gjafabréf fyrir inneigninni - slíkt er alltaf skemmtileg tækifærisgjöf. 

 

En nafnið mitt er á tilboðinu, get ég virkilega notað það sem gjöf?

Já! Inneignarnúmerið er allt sem skiptir máli. 

 

Tilboðið er uppselt en tilboðstíminn er ekki útrunninn. Get ég enn keypt tilboðið?

Nei, því miður. Stundum erum við með takmarkað magn af vöru í boði. Oftast vitum við um slíkt fyrirfram og tökum það fram á síðunni. Tilboðið er svo merkt "uppselt" þegar hámarksfjölda er náð. Það getur hins vegar gerst að tilboð seljast betur en við áttum von á og söluaðili sér á ákveðnum tímapunkti fram á að geta ekki afgreitt fleiri vörur/þjónustur en þegar er búið að selja. Þá bregðum við á það ráð að setja inn hámarksfjölda eftir að tilboð er hafið eða jafnvel hætta sölu á tilboðinu þrátt fyrir að tilboðstími sé ekki útrunninn. Þetta gerum við bæði til að vernda hagsmuni söluaðila og kaupenda. Það getur því borgað sig að ganga strax frá kaupum í stað þess að bíða fram á síðustu stundu.

Ef ég nota ekki tilboðið að fullu í einni heimsókn, get ég notað afganginn seinna?

Nei, því miður. Nema annað sé tekið fram þá færð þú ekki til baka þann pening sem þú notar ekki. En þú getur gert eitt annað, komdu með vin eða vinkonu og deilið reikningnum.

Get ég sameinað tilboðið mitt með öðrum tilboðum?

Nei. Ekki nema sérstaklega sé talað um það.

Er aha.is öruggt?

Ákaflega. Allar greiðslur af kreditkorti fara fram í gegnum örugga vefsíðu Borgunar. Kortanúmer er geymd hjá Borgun - þau sjáum við aldrei. 

Hvað ef fyrirtækið sem býður tilboðið verður gjaldþrota?

Ef sú staða kemur upp munu Aha.is endurgreiða ónotaða inneignarmiða. 

Ég er með fyrirtæki og vil auglýsa á Aha.is?

Hafðu samband við okkur í síma 546 5000 eða sendu okkur póst á aha@aha.is

Ég vil skila vöru sem ég keypti á vörusíðunni?

Ekkert mál. Komdu með vöruna til okkar í Skútuvog 12A innan tveggja mánaðar og við látum þig hafa inneign á síðuna í staðinn. Ef vara reynist gölluð endurgreiðum við hana að sjálfsögðu. Sjá nánar hér um ábyrgðir og skilarétt. 

Ef ég gef vöru sem keypt er á vörusíðunni sem gjöf - getur viðtakandi skilað vörunni?

Að sjálfsögðu. Viðtakandi þarf bara að koma með vöruna til okkar í Skútuvog 12A og fá inneig í staðinn. 

Sendið þið til útlanda?

Nei því miður sendum við einungis innanlands sem stendur. 

Er Aha.is að selja vörur frá Ali Express á uppsprengdu verði?

Nei - Aha.is hefur aldrei selt vöru frá Ali Express. Aha.is er hins vegar auglýsingamiðill þar sem fyrirtækjum er frjálst að kaupa auglýsingar fyrir sínar vörur og treystum við söluaðilum fyrir gæðum þeirra og sanngjarnri álagningu líkt og aðrir auglýsingamiðlar enda hefur Aha.is enga heimild til að skipta sér af slíkum hlutum hjá fyrirtækjum sem ekki eru í okkar eigu.

Nokkur fyriræki hafa selt vörur frá Kína í gegnum Aha.is (og eru sjálfsagt ekki einu fyrirtæki landsins sem bjóða upp á varning þaðan). Aðallega er þó um tvo söluaðila að ræða sem hafa flutt inn mikið af vörum og náð í góða tengiliði erlendis. Hjá Ali Express starfa ólíkir miðlarar og geta vörur verið mjög ólíkar að gæðum þó að myndir á netinu sýni sömu vöru. Ein verslun sem selt hefur í gegnum Aha.is gerði t.d. samanburð á peysum sem þau seldu í gegnum okkur og “sömu” peysu á Ali Express. Peysan sem fyrirtækið var með í sölu vóg 600 gr. en peysan sem send var frá Ali Express 190 gr.

Eftir þó nokkra gagnrýni í netheimum vegna varnings sem samstarfsaðilar Aha.is hafa selt í gegnum síðuna ákváðum við sjálf að panta sams konar vöru og var í sölu í gegnum Aha.is eftir ábendingu frá viðskiptavini. Í því tilfelli var um að ræða ofnmottur. Ofnmottan skilaði sér til okkar en gæðamunur hennar vs. þeirrar sem var í sölu í gegnum Aha.is var sláandi eins og þessi mynd sýnir.


motta.JPG

Mottan frá Ali Express var minni og miklu þynnri en sú sem seld var í gegnum Aha.is.

Aha.is fagnar allri samkeppni og telur hana til góðs fyrir neytendur.  Íslenskt viðskiptaumhverfi  hefur umturnast á undanförnum árum og samkeppnisumhverfið er orðið alþjóðlegt, sem er frábært fyrir neytendur en erfitt fyrir íslenskar verslanir að keppa við. Ekki gleyma því að fyrirtæki sem flytur inn vöru, jafnvel á sama verði og neytandinn sjálfur, á eftir að greiða rekstur verslunar sinnar með álagningu vörunnar - við erum enn að leita að þeim sem nenna að standa í verslun í sjálfboðastarfi.

Við trúum því að verslun á netinu muni aukast til muna á næstu árum og fögnum því, en viljum bjóða Íslendingum upp á þann valmöguleika að nálgast vörur með viðskiptum við innlend fyrirtæki. Þannig fær viðskiptavinurinn ábyrgð á vörunni sem hann pantar, hann getur verið viss um að hún skili sér, þarf ekki að gefa upp kortanúmerið sitt til óþekkts aðila á netinu og getur skilað vörunni ef hún stenst ekki væntingar. Hér er um að ræða valmöguleika fyrir viðskiptavininn - Hann getur valið að panta vöruna sjálfur að utan með þeim áhættum sem því fylgja eða kaupa af innlendri verslun með þeirri ábyrgð sem því fylgir skv. íslenskum lögum. Einfalt og sanngjarnt, eða hvað?

Eitt er þó óumdeilt að eftir því sem neytendur panta meira í gegnum erlendar verslanir á netinu fækkar þeim sem nenna að standa í verslunarrekstri á Íslandi og hætt er við því að íslensk verslun verði sífellt fátæklegri - og slíkt er hvorki verslunareigendum né íslenskum neytendum til hagsbóta.

Fleiri tilboðPöntunin þín

Augnablik...
Vinsamlega bættu a.m.k. 1 hlut í körfu

Augnablik