Höfundur: Dan Brown
Robert Langdon er boðaður með skömmum fyrirvara til Sviss að rannsaka vettvang óhugnalegs morðs á þekktum vísindamanni. Fyrr en varir er hann flæktur inn í aldalangar erjur kaþólsku kirkjunnar og leynifélagsins Illuminati sem hefur í hyggju að sprengja sjálft Vatíkanið í loft upp.