Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Ingvar Ambjörnsen

Elling er ekki eins og fólk er flest. Þegar móðir hans deyr þarf hann að finna fótfestu í nýjum veruleika og takast á við lífið einn og óstuddur. Umheimurinn er í senn ógnvænlegur og lokkandi og úr íbúð sinni í fjölbýlishúsi í úthverfi Óslóar fer Elling að fylgjast með nágrönnum sínum handan götunnar af miklum áhuga. Sjónaukinn veitir honum innsýn í nýja heima þar sem stórmerkilegir atburðir eiga sér stað.

Með látlausum stíl og einlægri en um leið ágengri frásögn tekst höfundi bókarinnar, Ingvari Ambjørnsen, að hleypa lesendum inn í einstakan hugarheim Ellings sem er í senn átakanlega fyndinn og broslega sorglegur.

Ingvar Ambjørnsen hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir bækur sínar um Elling sem alls eru fjórar og er Elling – paradís í sjónmáli sú fyrsta. Elling hefur notið vinsælda víða um lönd og samnefnd kvikmynd vakti mikla athygli hérlendis sem erlendis og var tilnefnd til Óskarsverðlauna.

1.140 kr.
Afhending