Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Guðmundur Brynjólfsson

Eitraða barnið er glæpasaga. Sögusviðið er Eyrarbakki um aldamótin 1900. Við sögu koma nafnkunnir Íslendingar, svo sem skáldin Einar Benediktsson og Jóhann Sigurjónsson, Nielsen faktor, séra Eggert í Vogsósum. En einnig skáldaðar persónur höfundar, hinn misheppnaði sýsluskrifari Kár Ketilsson og bjargvætturinn Anna sýslumannsfrú.

Fyrst og fremst hverfist sagan þó um ungan og óreyndan sýslumann, Eyjólf Jónsson sem dreginn er upp úr vesöld sinni í Kaupmannahöfn og er næsta óöruggur um sig í æsilegri atburðarás í spilltri brennivínsveröld fátækra Árnesinga.