Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Bodil Fosberg

Súsanna fæddist blind og þrátt fyrir nokkrar skurðaðgerðir í æsku var henni gefin lítil von um bata. Sem barn naut hún þess að hlusta á tónlist og sérstaklega þess að heyra óminn frá Vikbiholm-höllinni þar sem hinn ungi og glæsilegi Edward greifi spilaði listavel á píanó daginn út og inn. – Það var annað en Walter, hinn skapheiti bróðir hans, sem virtist hafa rótgróna andúð á Edward og föður sínum.

Mörgum árum síðar, eftir mikið andstreymi, höguðu örlögin því þannig að draumur Súsönnu rættist – hún trúlofaðist Edward. Skömmu síðar gekkst hún undir skurðaðgerð sem að þessu sinni tókst og hún öðlaðist langþráða sjón … Nú stóð unnusti hennar í dyrum sjúkrastofunnar og í næstu andrá hvíldi hún í faðmi hans og endurgalt heita kossa og ástarorð. Skyndilega stirðnaði hún í örmum hans … var þetta ekki örugglega Edward?


Fleira kemur í ljós. Hvers vegna hafði stjúpmóðir Súsönnu logið til um fjárhag hennar og hver var ökufanturinn sem myrti gamla greifann?