Staðan 5. apríl 2020

Í dag erum við í ofanálag við umframeftirspurn að lenda í töfum vegna veðurs á öllu landinu - ef þú hefur fengið sms um það er samt verið að gera allt sem í okkar valdi stendur til að klára að afhenda pöntun þína í dag, en annars látum við vita með öðru sms-i. 

Álag í verslunum Nettó er enn mjög mikið, en við teljum okkur vera með stillt af pöntunarfjölda miðað við getu verslana og heimsendingaflota héðan í frá, eða þar til annað kemur í ljós. Því miður gengur samt hægt að tína saman pantanir í ákveðnum búðum og hefur það orsakað bið eftur sendingum sem okkur þykir mjög miður.

Margvíslegar ástæður eru fyrir þessu; mikið álag í búðum, birgjar koma seint með vörur og fleira. Við sendum sms til viðskiptavina ef ekki næst að afhenda sendingar á lofuðum degi en því miður hefur það gerst nokkrum sinnum að við ætlum okkur meira en síðan tekst að koma í gegnum keðjuna frá birgja að dyrum.  Við höfum því lækkað fjölda pantana verulega sem hægt er að panta á dag í Nettó þar til stöðugleiki næst í afhendingu úr verslunum.

Okkur þykir alltaf leitt að geta ekki staðið við gefin loforð og vinnum að því hörðum höndum að ná jafnvægi í þeirri gífurlegu aukningu sem orðið hefur á síðustu vikum. Það tekur hins vegar allt tíma og er álag á þjónustuver sérstaklega mikið og oft erfitt að ná til okkar í síma. Best er að senda okkur póst á adstod@aha.is þar farið í gegnum öll mál þó þeim sé ekki svarað samstundis. Allt er þó skoðað þar og við gerum okkar allra besta til að svara innan tveggja virkra daga. 


Við þökkum ótrúlega þolinmæði, hlýhug og skemmtilegar baráttukveðjur sem viðskiptavinir hafa sýnt okkur og sent. Við erum að reyna að still af og stækka þónustuna eins hratt og við getum til að aðlagast breyttum heimi en það er því miður ekki hægt á einni nóttu. 

Karfan þín

Augnablik...
Vinsamlega bættu a.m.k. 1 hlut í körfu

Augnablik