Fallega Budapest í hauslitunum. Flug og gisting í þrjár nætur. Brottför 31. október

Beint morgunflug – Löng helgi í Budapest á frábæru verði. Frábær hótel, girnilegir veitingastaðir og geggjaðir skemmtistaðir. Uppgefið verð miðast við beint flug fram og tilbaka en hægt er að bæta við gistingu á þriggja og fjögurra stjörnu hóteli í kaupferlinu.

Nánari Lýsing

Tignarleg og glæsileg Budapest er heillandi áfangastaður fyrir bæði þá sem vilja uppgötva söguna og forna Evrópu og þá sem vilja njóta verslunar, matar og drykkjar. Borgin er sannkölluð perla Evrópu, þar sem stórfengleg leikhús, hallir, fornar víggirðingar og sögulegir minnisvarðar um mikla ungverska konunga vekja aðdáun. Ekki má gleyma hinum stórbrotna þinghúsi, sem er glæsilegt hvort sem horft er á það dags eða nætur.

En það er meira sem gerir ungversku höfuðborgina að sérstökum stað. Það er einfaldlega ómögulegt að láta það fram hjá sér fara að setjast niður á hlýlegum veitingastað, smakka ljúffengt gúllas og njóta flösku af Tokaji-víni á kyrrlátu kvöldi. Einnig er ómissandi að heimsækja hin frægu baðhús, sem Budapest er þekkt fyrir víða um Evrópu. Það er einfaldlega of mikið aðdráttarafl í borginni til að telja allt upp.

Best er því að fara í borgarferð til Budapest og sjá allt með eigin augum.

Skemmtilegt að gera í Budapest:

Ungverska þinghúsið: Þetta er ein glæsilegasta bygging borgarinnar og helsta kennileiti hennar. Hægt er að fara í leiðsögn um bygginguna.

Széchenyi Baths: Einn vinsælasti baðstaðurinn í Budapest, með 15 innilaugum og 3 stórum útilaugum. Þar er einnig hægt að komast í sauna og njóta fjölmargra nuddmeðferða. Böðin eru opin lengi á kvöldin, og á laugardagskvöldum er haldið partý með tónlist og fjöri.

Kastalinn í Budapest: Staðsettur á Castle Hill og eitt af þekktustu kennileitum borgarinnar. Útsýnið yfir Keðjubrúnna og Þinghúsið er stórfenglegt.

  4 tilboð seld
Fullt verð
92.345 kr.
Þú sparar
42.355 kr.
Afsláttur
46 %
Smáa Letrið
  • Innifalið er flug en hægt er að bæta við hóteli í þrjár nætur eftir að ýtt hefur verið á "kaupa"
  • Hægt er að uppfæra í fjögurra stjörnu hótel og kemur sá valmöguleiki upp í kaupferlinu
  • Kaupandi fær sent gjafabréf og staðfestir ferðina með því að senda póst á sala@aventura.is með upplýsingum um alla farþega, fullt nafn, fæðingardag og ár, símanúmer og netfang.
  • Brottför er að morgni 31. okt. og heimkoma að kvöldi 3. nóv. Beint flug.
  • Verð er á mann miðað við tvo í herbergi

Gildistími: 31.10.2024 - 03.11.2024

Notist hjá
Aventura, Sundagörðum 2, 104 Reykjavík

Vinsælt í dag