Benedikt Búálfur - Allt safnið á 9.990 kr.

Eitt ástsælasta barnaævintýri Íslands er nú loksins fáanlegt allt saman í einum pakka á 9.990 kr eða sem stakar bækur á 3.990 kr. . 3 bækur með 3 bindum hver, frábær jólagjöf fyrir krakkanna.

Nánari Lýsing

Í meira en tvo áratugi hafa ævintýrin um Benedikt búálf og félaga heillað íslensk börn svo um munar, hvort sem er í bókum eða á leiksviði. Benedikt hefur verið góðvinur okkar síðan fyrsta bókin um hann kom út, enda er hann sannkallaður galdraálfur sem ratar í æsispennandi ævintýri og er fljótur að finna lausnir á flóknustu vandamálum.

Sögurnar um Benedikt eru upprunalega níu talsins. Eins og þið vitið hafa þessar bækur ekki verið fáanlegar í tugi ára. Vegna gífurlegrar eftirspurnar hefur höfundurinn, Ólafur Gunnar Guðlaugsson, ákveðið að prenta allar sögurnar aftur í þremur bókum, með þrjár bækur í hverri! Heiti bókanna er Benedikt búálfur: Sögur úr Álfheimum (bók eitt, bók tvö og bók þrjú).

Bók 1

Hér eru saman komnar fyrstu þrjár sögurnar um ævintýri Benedikts búálfs og vina hans í Álfheimum:
Benedikt búálfur, Eldþursar í álögum og Andinn í Miklaskógi.

Bók 2

Hér eru saman komnar fjórða, fimmta og sjötta bókin um ævintýri Benedikts búálfs og vina hans í Álfheimum:
Drekasögur, Höfuðskepnur Álfheima og Drottning drekanna.

Bók 3

Hér eru saman komnar sjöunda, áttunda og níunda bókin um ævintýri Benedikts búálfs og vina hans í Álfheimum:
Svarta nornin, Drekagull og Runni risi.

Smáa Letrið
  • Bækurnar er hægt að sækja eða fá sendar með pósti, viðtakandi greiðir sendingarkostnaðinn.
  • Passaðu að skráð sé rétt heimilisfang

Gildistími: 20.11.2022 - 30.12.2022

Notist hjá
Svarthvítt ehf

Vinsælt í dag