Fjölskylduferð til Pula í Króatíu 14.-21.júní 2025
Nánari Lýsing
Í Pula, Króatíu, býður Apartments Polynesia upp á skemmtilega dvöl í íbúðum staðsettum við strandlengjuna í Katoro, nálægt fallega bænum Umag. Umkringdar ilmandi furutrjám og með aðgang að verönd eða svölum, eru íbúðirnar fullkominn staður til að slaka á.
Á dvalarstaðnum er hlaðborðsveitingastaður sem býður upp á gómsæta rétti bæði frá heimahéraði og úr alþjóðlegri matargerð, auk pítsustaðar, snarlbars á ströndinni og nokkurra kaffibara sem henta öllum smekk. Á svæðinu er útisundlaug með barnalaug og fjölbreytt afþreying í boði bæði á daginn og kvöldin fyrir alla fjölskylduna.
Gestir geta einnig notið grænna svæða, skemmtilegra göngu- og hjólreiðastíga og leiksvæða fyrir börn. Þar eru ýmsir söluturnir, verslanir og stórmarkaður, allt til að gera dvölina eins þægilega og skemmtilega og mögulegt er.
Króatía er án efa einn fegursti áfangastaður Evrópu, þar sem sameinast á einum stað frábært veðurfar, einstök náttúrufegurð og ótrúleg menning Adríahafsins yfir þrjú þúsund ár.
Hér finnur þú ótrúlegar strendur, hringleikahús frá tímum Rómverja, glæsileg hótel, einstaka matargerð. Hvort sem er dagsferð til Feneyja, heimsókn til Pula, sigling til eyjanna Brioni eða Krk, þar sem þú finnur stórkostlega náttúrufegurð.
Fullt verð
287.800 kr.Þú sparar
40.000 kr.Afsláttur
14 %Smáa Letrið
- Brottför 14. júní 2025
- Heimkoma 21. júní 2025
- Þú kaupir tilboðið hér á Aha.is
- Því næst hefur þú samband við Aventura ferðaskrifstofu í síma 556.2000 eða sala@aventura.is og staðfestir bókun.
- Verð á mann er 109.900 kr. miðað við tvo fullorðna og tvö börn.
- Hægt er að kaupa tilboðið fyrir tvo, þrjá eða fjóra og kemur sá valmöguleiki upp þegar ýtt hefur verið á "Bæta í körfu"
- Aventura áskilur sér rétt til að skipta um hótel verði uppselt á Polynesia Apartments
Gildistími: 08.11.2024 - 14.06.2025
Notist hjá
Vinsælt í dag