Um Okkur / Hafðu samband

Aha.is var stofnað af Netgenginu ehf. í mars 2011. Hópurinn okkar samanstendur af hressu og skemmtilegu fólki sem hefur mikinn metnað og áhuga á því verkefni sem Aha.is er. Við erum ekki gamlir útrásarvíkingar og höfum ekki stóra fjárfesta á bak við okkur. Við erum venjulegt fjölskyldufólk og okkar markmið er að byggja upp fyrirtækið á velvild og trausti viðskiptavinarins með því að veita góða vöru á betra verði en gengur og gerist og veita auk þess góða þjónustu bæði til söluaðila okkar og kaupenda.

Hvatinn að stofnun Aha.is var áhugi okkar á að gera fólki kleift að njóta alls hins skemmtilega sem Ísland hefur upp á að bjóða á verði sem flestir ættu að ráða við. Við höfum einnig mikinn áhuga á netverslun og markaðssetningu á netinu og þeim möguleikum sem netið býður upp á sem auglýsingamiðill fyrir fyrirtæki sem eru að hefja starfsemi eða vilja minna á sig.

Aha.is er staðsett að Grensásvegi 11, 108 Reykjavík. Síminn hjá okkur er 546 5000. Þú getur líka alltaf sent okkur póst á aha@aha.is. Netgengið er með kennitöluna 650311-1160 og VSK númerið 107580.Karfan þín

Augnablik...
Vinsamlega bættu a.m.k. 1 hlut í körfu

Augnablik