Brian Tracy námstefna í Háskólabíói

Nánari Lýsing

 

UPPFÆRÐU STÝRIKERFI HEILANS OG MARGFALDAÐU ÁRANGURINN!!

"Þú getur gert, átt og afrekað allt það sem hugur þinn stendur til." - Brian Tracy

Brian Tracy, sem stendur núna á hátindi ferils síns sem alþjóðlegur fyrirlesari, er á leið til Íslands í níunda sinn. Það stóð ekki til að hann kæmi fyrr en í haust þar sem dagskrá hans er svo þétt bókuð, en af einskærri heppni opnaðist glufa sem hann lætur Íslendinga nú njóta góðs af.  Fyrir þá sem hafa séð hann áður þá verður þetta frábær frískun. Þeir sem eru að koma í fyrsta sinn fá úrval af því allra besta sem Brian hefur fram að færa.

Þetta er því einstakt tækifæri fyrir þig til að fá sannkallaða vítamínsprautu sem hressir, bætir og kætir.  Á þessari sérstöku Árangursakademíu mun Brian Tracy færa þér hlaðborð hagnýtra hugmynda og hnitmiðaðra ráða sem þú getur virkjað undir eins til að bæta ánægju þína, árangur og ávinning í starfi og einkalífi og sem hjálpar þér að greiða úr þeim verkefnum sem þú ert að glíma við um þessar mundir eða bíða framundan.

UM NÁMSSTEFNUNA:

Þessi áhugaverða námsstefna er sérhönnuð til að vera úrval þess allra besta og nýjasta úr Árangurssmiðju Tracy. Þekkinguna setur hann fram í ljósi þess hversu vel hann þekkir orðið til á Íslandi. Tracy hefur allan sinn feril rannsakað hvers vegna sumum gengur vel en öðrum ekki.  Hann kennir okkur að einu takmarkanirnar í lífinu eru þær hindranir sem við sjálf reisum í huganum. Með því að losa takið af bremsunni getum við leyst úr læðingi þá stórkostlegu hæfileika sem búa innra með okkur - eða eins og Brian segir sjálfur:

"Það sem skiptir mestu er ekki hvar við erum stödd heldur í hvaða átt við stefnum."

Þú lærir það besta sem Brian hefur lært á fjörtíu ára ferli sínum á sviði sjálfshvatningar og persónulegs árangurs. Þú munt kynnast aðferðum sem munu bæta líf þitt og gera þig að betri stjórnanda, starfsmanni, maka og foreldri. Þú munt auka sjálfstraust þitt og sigurvissu auk þess sem þú lærir að leysa úr læðingi hæfileika þína til að verða jákvæðari og sterkari einstaklingur og þannig hámarka möguleika þína og tækifæri í lífinu.  Þú ert þinnar gæfu smiður - þessi námsstefna er verkfærakistan sem hjálpar þér að smíða þér það líf sem þig dreymir um og sækist eftir. Tækifærið er núna!

 

 

 

UM FYRIRLESARANN:

Brian Tracy er í fremstu röð fyrirlesara heims um persónulegan árangur, sjálfshvatningu og stjórnun.  Það sem einkennir hann sem fyrirlesara er hversu jarðbundinn hann er.  Hann hefur einstakt lag á að setja fram þekkinguna á einfaldan og auðskiljanlega hátt. Framsetning hans á efninu einkennist af þeirri meginhugsun að hún sé einföld, hagnýt og í þannig búningi að þú getir undir eins farið að nýta þér það við úrlausn þeirra verkefna sem þú ert að glíma við. Hann beitir líka kímnigáfunni óspart sem gerir námsstefnur hans eftirminnilegar, skemmtilegar og fyrst og fremst áhrifaríkar þannig að þær hleypa þér kappi í kinn.

Brian er metsöluhöfundur hátt í 50 bóka um árangur, stjórnun, persónuþróun og sjálfshvatningu sem selst hafa í milljóna tali. Þrjár af bókum Brians hafa komið út á íslensku og notið mikill vinsælda. Hátt í fimm milljón þátttakenda hafa sótt námsstefnur hans sem haldnar hafa verið um allan heim í hátt í 40 ár. Hann hefur ferðast og unnið í yfir 100 löndum í 6 heimsálfum og talar 4 tungumál. Brian er upphaflega frá Kanada en býr nú í San Diego í Kaliforníu þar sem hann rekur þrjú ört vaxandi fyrirtæki.

VIÐ ÁBYRGJUMST ÁNÆGJU ÞÍNA:

Við ábyrgjumst ánægju ykkar. Ef þið eruð ekki fullkomlega ánægð með námskeiðið og ekki sannfærð um að þau ráð og aðferðir sem þar eru kennd skili ykkur fjárfestingunni margfalt til baka þá fáið þið námskeiðið FRÍTT. Áhætta ykkar er því engin. Takmarkaður þátttakendafjöldi. Taktu frá sæti fyrir þig og starfsfélagana í dag!

 

ÞÚ GÆTIR HUGSANLEGA KOMIÐ FRÍTT!

Vinsamlegast athugaðu að mörg stéttarfélög og starfsmenntasjóðir endurgreiða félagsmönnum sínum námsstefnugjaldið að hluta eða í heild. Það fer eftur áunnum réttindum hvers og eins. Athugaðu málið hjá þínu félagi eða starfsmenntasjóði. Einnig er vert að benda á að margir vinnuveitendur greiða námsstefnugjaldið fyrir starfsmenn sína sem hluta af símenntun þeirra og starfshvatningu. Og ef þú rekur eigið fyrirtæki (ehf.) þá geturðu kostnaðarfært námsstefnugjaldið í ljósi þess að það stuðlar að aukinni samkeppnishæfni og tekjumyndun.

 

  • Innifalið: Eitt sæti á námsstefnuna, námsstefnugögn, penni og viðurkenningarskjal (kr. 39.900). Einnig fylgir með hljóðupptaka/niðurhal frá síðasta námskeiði Brian Tracy á Íslandi þann 29. september 2011 (heill dagur) - samtals verðmæti kr. 14.950 -Heildarpakkinn kostar því 54.850 kr.

Smáa Letrið
  • Staður: Háskólabíói v/Hagatorg.
  • Dagsetning: Þriðjudagurinn 3. apríl 2012.
  • Tími: Kl. 09:30 - 17:00
  • Hádegisverðarhlé 12:30 - 14:00

Gildistími: Invalid Date - 03.04.2012

Notist hjá
Háskólabíó, Hagatorg, 107 Reykjavík

Vinsælt í dag