Brian Tracy - THE POWER OF PERSONAL ACHIEVEMENT - Námstefna í Hörpunni 29. september kl. 9:00 á 14.950 (kostar allt að 54.900*)

Nánari Lýsing

Nú gefst þér einstakt tækifæri til að fá beint í æð hagnýtar hugmyndir og hnitmiðuð ráð sem þú getur undireins farið að nota til að bæta árangur þinn og ánægju í starfi og einkalífi. Fyrirlesarinn Brian Tracy er í fremstu röð fyrirlesara heims á sviði stjórnunar, sjálfshvatningar og persónulegs árangurs.

 

Hann hefur fimm sinnum áður komið til landsins til að vera með fjölsóttar námstefnur sem þúsundir Íslendinga hafa sótt. Síðast var uppselt. 

 

Brian er frábær fyrirlesari sem hefur einstakan hæfileika til að koma þekkingunni frá sér á minnisstæðan hátt enda beitir hann kímnigáfunni óspart. Námstefnan er haldin í Silfurbergi, sem er einn glæsilegasti salur Hörpunnar.

 

*Innifalið í verðinu er: -Sæti á námstefnuna (heill dagur) kr. 39.950 -Námsgögn og glæsilegt viðurkenningarskjal -Einnig fylgir með hljóðupptaka frá síðasta námskeiði Brian Tracy á Íslandi þann 7. mars 2011 (heill dagur) - samtals verðmæti kr. 14.950 -Heildarpakkinn er því kr. 54.900

 

Um Brian Tracy

 

Brian Tracy er heimsþekktur fyrirlesari og af mörgum talinn einn fremsti fræðimaður heims um þroska mannlegra hæfileika og einstaklingsárangur. Hann er forstjóri Brian Tracy International í San Diego í Bandaríkjunum. Hann hefur einstakt lag á því að setja fram mikið magn samanþjappaðs fróðleiks á hagnýtan og hnitmiðaðan hátt þannig að það nýtist þér undireins.

 

Brian Tracy er einnig metsöluhöfundur fjölda bóka um árangur, stjórnun og velgengni. Meira en þrjár milljónir þátttakenda hafa sótt námstefnur hans um allan heim undanfarinn aldarfjórðung. Hann hefur fimm sinnum áður komið til Íslands og verið með fjölsóttar námstefnur sem þúsundir Íslendinga hafa sótt auk þess sem mörg af virtustu fyrirtækjum landsins hafa nýtt sér ráðgjöf hans eða sent þátttakendur á námstefnur hans hér á landi. Þrjár bóka Brians hafa verið gefnar út á íslensku: Hámarksárangur sem þessi námstefna er byggð á, Farsæld er ferðalag og nú síðast 100 Ófrávíkjanleg Lögmál um Velgengni í viðskiptum. Brian er auk þess höfundur meira en 300 námskeiða sem ætluð er til sjálfsnáms fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Þau hafa verið gefin út á hljóðsnældum, geisladiskum, myndböndum og DVD.

Smáa Letrið
  • Námsstefnan hefst kl: 09.00
  • Námstefnunni lýkur kl: 17.00
  • Hádegisverðarhlé 12:30 - 14:00

Gildistími: Invalid Date - 29.09.2011

Notist hjá
Austurbakki 2, 101 Reykjavík

Vinsælt í dag